22.07.2023
Þór/KA er ekki bara öflugt og áhugavert meistaraflokkslið í fremstu röð í Bestu deildinni heldur rekur félagið einnig 2. og 3. flokk og þar er margt áhugavert í gangi, þjálfarar og leikmenn að standa sig gríðarlega vel í umhverfi þar sem leikjum, ferðalögum og ýmsum verkefnum hefur fjölgað og kostnaður aukist. Erfitt rekstrarumhverfi virðist þó ekki hafa nein áhrif á árangurinn því staða allra okkar liða er mjög góð núna á miðju sumri.
21.07.2023
Í dag leikur U19 landsliðið annan leik sinn í B-riðli í lokamóti EM. Tékkar eru andstæðingur dagsins.
14.07.2023
Óvænt og ánægjuleg tíðindi bárust nú síðdegis. Kimberley Dóra Hjálmarsdóttir hefur verið kölluð inn í U19 landsliðshópinn sem er á leið til Belgíu þar sem lokamót EM U19 fer fram.
11.07.2023
Íslenska U16 landslið kvenna tekur þessa dagana þátt í Norðurlandamótinu sem fram fer í Svíþjóð. Þór/KA á tvo fulltrúa í landsliðinu, en það eru þær Karlotta Björk Andradóttir og Kolfinna Eik Elínardóttir.
10.07.2023
Jóhann Kristinn Gunnarsson þjálfari setti saman pistil um liðið okkar, stöðuna, félagið og fólkið. Mikilvæg skilaboð til okkar allra.
10.07.2023
Þór/KA mætti ÍBV í 12. umferð Bestu deildarinnar á Þórsvellinum í gær. Gestirnir flugu heim með öll sitigin.